online.is

markaðsnámskeið 

Á online.is má finna fjölmörg námskeið í samstarfið við MBL.IS sem sniðin eru að þörfum markaðsfólks fyrirtækja af öllum stærðum.

Framundan eru eftirtalin námskeið: 

Stjórnun markaðsstarfs

Námskeið fyrir markaðsstjóra með áherslu á netið. Næsta námskeið er þriðjudaginn 29. apríl, 18:00-22:00. Kennari Guðmundur Arnar Guðmundsson

Næsta námskeið 6. og 8. maí, 17:30-21:30. Kennarar Haukur Jarl Kristjánsson og Ólafur Kr. Ólafsson

Markaðssetning á netinu

Næsta námskeið 5. maí, 17.30-22.30. Kennarar Kristján Már Hauksson og Guðmundur Arnar Guðmundsson

 


Hverjir hafa tekið þátt?

Starfsmenn eftirtalinna fyrirtækja eru á meðal þeirra yfir
1000 þátttakenda sem hafa komið á námskeið

Kennarar

Kristján Már Hauksson
hefur komið víða við. Hann lærði rafeindarvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, kerfisfræði við Tölvu og verkfræðiskólann, er með netmarkaðsgráðu frá University of British Columbia og gráðu í alþjóðamarkaðssetningu frá Thunderbird University. Hann stofnaði Nordic eMarketing og starfar nú þar sem sviðstjóri netmarkaðssetningar.

Guðmundur Arnar Guðmundsson
er markaðsstjóri Nova og kennir markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann var stjórnarformaður ÍMARK og er annar höfundur bókarinnar Markaðssetning á netinu. Guðmundur er hagfræðingur að mennt og er með MBA í markaðsfræðum og hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og uppbyggingu vörumerkja. Áður hefur Guðmundur starfað sem markaðsstjóri WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi.

Haukur Jarl Kristjánsson
leiðir pay-per-click (PPC) deildina hjá Nordic eMarketing og skrifar greinar tengdar Google AdWords fyrir vefsíðuna State of Digital. Á undanförnum 5 árum hefur Haukur skapað sér gott orðspor bæði innanlands sem utan eftir að hafa leitt stórar alþjóðlegar herferðir fyrir Fortune 500 fyrirtækið Symantec og veitt ráðgjöf við alþjóðlegar herferðir hjá Icelandair og öðrum stórum fyrirtækjum.

Ólafur Kr. Ólafsson
Ólafur, sem stýrir SEO (leitarvélabestunar) deild Nordic eMarketing, gjörþekkir hugmyndafræði og algórytma Google og hvernig leitarvélarnar lesa og meta vefsíður. Einnig er hann vottaður Google Adwords sérfræðingur. Undanfarin 10 ár hefur hann sérhæft sig í því að láta upplýsingar um vörur og þjónustu fyrirtækja finnast á leitarvélum og hefur á því sviði unnið fyrir sum af stærstu fyrirtækjum veraldar á sínu sviði.