online.is

 

Bókin Markaðssetning á netinu - FÁÐU EINTAK

markaðssetning á netinu bókBókin hefur það að leiðarljósi að vera hagnýt verkfærakista fyrir íslenskt markaðsfólk sem er eða vill byrja að nota netið í sínu markaðsstarfi.  Í henni er fjallað um allar helstu samskiptaleiðir netsins en hún er jafnframt full af nýjum innlendum og erlendum rannsóknum um notkun fólks á netinu og hvernig hámarks árangri er náð. Ennfremur eru í bókinni fjölmagar íslenskar dæmisögur og tölur fyrir íslenskt markaðsfólk að nota sem viðmið í sínum daglegu störfum.

Í dag er allt markaðsfólk netmarkaðsfólk.

Í bókinni eru rannsóknir sem varpa ljósi á það hversu langt ísland er komið í notkun á netinu en tækifærin fyrir íslensk fyrirtæki eru því geysilega mikil!

Eftir lesturinn á fólk að vera mun betur upplýstar um:

  • …þær breytingar sem hafa átt sér stað á neytendum
  • …það breytta umhverfi sem fyrirtæki og vörumerki starfa nú við
  • …þau mýmörgu tækifæri sem eru á netinu í dag sem hægt er að nýta með oft litlum tilkostnaði
  • …hvernig hægt er að ná hámarks árangri með vefborðum
  • …hvernig hægt er að ná hámarks árangri með leitarvélunum
  • …hvernig hægt er að ná hámarks árangri með samfélagsmiðlunum (Facebook o.s.frv.)
  • …hvernig hægt er að ná hámarks árangri með tölvupóstum
  • …hvernig netið kemur inn í hefðbundnar birtingaáætlanir
  • …hvernig vefgreiningartól virka og hvernig best er að nota þau
  • …og fleira og fleira!

Bókina Markaðssetning á netinu má sækja frítt hér

Bakhjarlar bókarinnar eru: ICELANDAIR, ÚTFLUTNINGSRÁÐ, HVÍTA HÚSIÐ og NORDIC eMARKETING.

 

Kennarar

Kristján Már Hauksson
hefur komið víða við síðan 1997 þegar hann tók sín fyrstu skref í netmarkaðssetningu. Hann lærði rafeindarvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, kerfisfræði við Tölvu- og verkfræðiskólann, er með netmarkaðsgráðu frá University of British Columbia og gráðu í alþjóðamarkaðssetningu frá Thunderbird University. Hann stofnaði og er aðaleigandi Nordic eMarketing, en starfar nú sem COO fyrir SMFB Engine í Noregi, fyrirtækið stýrir samskiptum í gegnum samfélagsmiðla fyrir IKEA og Freia auk þess að starfa fyrir Maarud, Geox, RiksTV og Statoil sem dæmi.

Guðmundur Arnar Guðmundsson
er markaðsstjóri og kennir markaðsfræði á háskólastiginu. Hann er hagfræðingur að mennt og er með MBA í markaðsfræðum. Guðmundur hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og uppbyggingu vörumerkja.

Haukur Jarl Kristjánsson
leiðir pay-per-click (PPC) deildina hjá Nordic eMarketing og skrifar greinar tengdar Google AdWords fyrir vefsíðuna State of Digital. Á undanförnum 5 árum hefur Haukur skapað sér gott orðspor bæði innanlands sem utan eftir að hafa leitt stórar alþjóðlegar herferðir fyrir Fortune 500 fyrirtækið Symantec og veitt ráðgjöf við alþjóðlegar herferðir hjá Icelandair og öðrum stórum fyrirtækjum.