online.is
x

PÓSTLISTI

Skráðu þig á póstlista Online.is og við sendum þér fréttir af nýjum námskeiðum.

Netfang vantar.
Þetta er ekki virkt netfang.

Kennarar

Kristján Már Hauksson
hefur komið víða við síðan 1997 þegar hann tók sín fyrstu skref í netmarkaðssetningu. Hann lærði rafeindarvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, kerfisfræði við Tölvu- og verkfræðiskólann, er með netmarkaðsgráðu frá University of British Columbia og gráðu í alþjóðamarkaðssetningu frá Thunderbird University. Hann stofnaði og er aðaleigandi Nordic eMarketing, en starfar nú sem COO fyrir SMFB Engine í Noregi, fyrirtækið stýrir samskiptum í gegnum samfélagsmiðla fyrir IKEA og Freia auk þess að starfa fyrir Maarud, Geox, RiksTV og Statoil sem dæmi.

Guðmundur Arnar Guðmundsson
er markaðsstjóri og kennir markaðsfræði á háskólastiginu. Hann er hagfræðingur að mennt og er með MBA í markaðsfræðum. Guðmundur hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og uppbyggingu vörumerkja.

Haukur Jarl Kristjánsson
leiðir pay-per-click (PPC) deildina hjá Nordic eMarketing og skrifar greinar tengdar Google AdWords fyrir vefsíðuna State of Digital. Á undanförnum 5 árum hefur Haukur skapað sér gott orðspor bæði innanlands sem utan eftir að hafa leitt stórar alþjóðlegar herferðir fyrir Fortune 500 fyrirtækið Symantec og veitt ráðgjöf við alþjóðlegar herferðir hjá Icelandair og öðrum stórum fyrirtækjum.