upplifun.is

UM NÁMSKEIÐIN

 
Í desember 2009 gáfu þeir Guðmundur Arnar Guðmundsson og Kristján Már Hauksson út bókina Markaðssetning á netinu. Á þeim tíma starfaði Guðmundur Arnar hjá Icelandair og Kristján Már átti og rak Nordic eMarketing (nú The Engine). Samfara útgáfunni, í samstarfi við MBL.is og Útflutningsráð (nú Íslandsstofa), voru skipulögð námskeið sem átti að klára á þriggja mánaða tímabili. Þrír mánuðir urðu að fjórum árum og höfðu þúsundir setið námskeiðið Markaðssetning á netinu þegar leiðir skildu hjá þeim félögum.
 
Eftirspurnin eftir hagnýtri þekkingu á markaðsmálum er mikil þar sem samkeppni á öllum mörkuðum verður sífellt harðari. Því fleiri valkostir sem neytendur standa frammi fyrir, því mikilvægari verða markaðsfræðin. Námskeiðið Stjórnun markaðsstarfs varð til útfrá þessari þörf árið 2014. Það tekur á öllu frá stefnumótun markaðsmála, markaðsaðgerðum og svo framkvæmd þeirra. Nánast Bootcamp námskeið á einni kvöldstund.
 
Á hverju ári er mikill fjöldi lögfræðistofa, verslana, útgerða, endurskoðendafyrirtækja, fjarskiptafélaga, tryggingafélaga, fjármálafyrirtækja, ferðaþjónustufyrirtækja, veitingastaða, verkstæða, snyrtistofa, einyrkja, stofnanna, ráðuneyta, góðgerðafélaga, hugbúnaðarfyrirtækja og annarra þjónustu og framleiðslufyrirtækja sem senda starfsmenn sína á námskeiðið. 
 
Ánægja þátttakenda og hagnýti námskeiðsins er líklega stóra ástæða þess að námskeiðin hafa verið haldin nokkrum sinnum á hverju ári frá byrjun árs 2014, en jafnframt er reglulega kallað eftir að fá námskeiðin út á land.  Nú, eftir öll þessi ár, hefur áhuginn á námskeiðinu aldrei verið meiri. Líkt og allar vörur á markaði þá tekur námskeiðið reglulegum breytingum eftir því sem straumar og stefnur við stjórnun markaðsstarfs breytast. Undirliggjandi er þó sú staðreynd, sem hefur haldist í áratugi, að til að ná árangri með markaðsstarfinu þurfum við að vita þarfir markhópsins, móta boð sem uppfyllir þær þarfir og bjóða það og kynna á mótsagnalausan hátt.
 
Guðmundur Arnar hefur kennt við Háskólann í Reykjavík í mörg ár. Þar hefur hann kennt bæði Vörumerkjastjórnun og Markaðsfræði.  Guðmundur er með BA honours í Hagfræði frá Acadia University í Kanada og MBA frá Háskóla Íslands. Í framhaldi af því hefur hann sótt stjórnendanám, sem dæmi Design Thinking við Harvard Business School. Ennfremur hefur hann stýrt markaðsmálum hjá tveimur Markaðsfyrirtækjum ársins skv. ÍMARK, Icelandair 2011 og Nova 2014
 
Í gegnum störf sín hefur Guðmundur unnið með sem dæmi Kevin Lane Keller (höfundi Marketing Management með Kotler, og höfundi Strategic Brand Management), Scott Bedbury fyrrum markaðsstjóra Nike og Starbucks og Joseph Pine höfundi bókarinnar The Experience Economy.  Jafnframt hefur hann stuðlað að því að fyrirlesarar á borð við Paco Underhill, Seth Godin, Erich Joachimsthaler og stjórnendur frá Disney hafa komið til Íslands. 
 

 

 
 
 

Kennarar

Guðmundur Arnar Guðmundsson
er markaðsstjóri og kennir markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Hann var stjórnarformaður ÍMARK og er annar höfundur bókarinnar Markaðssetning á netinu. Guðmundur er hagfræðingur að mennt, er með MBA í markaðsfræðum og hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og uppbyggingu vörumerkja. Áður hefur Guðmundur starfað sem markaðsstjóri Nova og WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi.

Allar nánari upplýsingar gefur Klara Baldursdóttir: klara@upplifun.is

Samstarfsaðilar: