upplifun.is

Stjórnun markaðsSTARFS í reykjavík

Námskeið í samstarfi við MBL.IS sem fer á hagnýtan hátt yfir öll helstu starfssviðs markaðsstjórans og skilur þátttakendur eftir með verkfæri og þekkingu sem nýtist þeim strax í starfi.

Námskeiðið er með mikla áherslu á ,,best practices" mismunandi auglýsingamiðla og markaðsaðgerða.

Farið er yfir uppbyggingu vörumerkjavirðis, mótun markaðsstefnu og markaðsáætlunar ásamt helstu leiðum til að bæði móta og kynna vöru fyrirtækisins svo hámarks árangur náist. Fjölmargar íslenskar dæmisögur af íslenskum fyrirtækjum eru teknar fyrir til að auka skilning á viðfangsefnum. 

Námskeiðið hentar öllum sem koma að markaðsmálum lítilla jafnt sem stórra fyrirtækja.

Næsta námskeið:

·      Næstu námskeið:  28. janúar 2018  

·      Hvar: Engjavegi 6, Íþróttamiðstöðinni Laugardal (við hlið Laugardalshallar). Fundarsal E.

·      Kennari: Guðmundur Arnar Guðmundsson, Markaðsstjóri og stundarkennari í markaðsfræði og vörumerkjastjórnun.

·      Verð: 29.900 kr. per. þátttakanda. Innifalið er matur og kaffiveitingar ásamt námskeiðsgögnum (greiðsluskilmálar)

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

·      Breytingar á markaðnum, nýjustu trend, kauphegðun og stutt kynning á atferlishagfræði (e. behavioural economics) sem er að breyta skilning markaðsfólks á ákvarðanatöku neytenda

·      Uppbyggingu vörumerkjavirðis

·      Mótun markaðsstefnu og markaðsáætlunar

·      Birtingaáætlanir og kostir og galla mismunandi samskiptaleiða (prent, útvarp, sjónvarp o.fl.)

·      Markaðssetningu á netinu: vefborðar, leitarvélar (Google), samfélagsmiðlar, bein markaðssetning, áhrifavaldar/ePR  o.fl.

·      Vöru og þjónustustjórnun með áherslu á heildstætt markaðsstarf og upplifanir ásamt stuttri kynningu á aðferðafræði Design Thinking

Fyrir hverja:

Framkvæmdastjóra, markaðsstjóra, vörumerkjastjóra og aðra stjórnendur og starfsmenn sem koma að stjórnun markaðsmála í litlum jafnt sem stórum fyrirtækjum.

Nánari upplýsingar um námskeiðið:

Framúrskarandi fyrirtæki eru markaðshneigð.  Þau átta sig á því að allt í starfseminni skiptir máli en upphafið og endir er viðskiptavinurinn sjálfur.  
 
Fyrirtæki eins og Nova, WOW air, Icelandair, Apple, Kex Hostel, Starbucks, Dominos, Disney og Bláa Lónið eru dæmi um fyrirtæki sem leggja mikinn metnað í að þekkja markhópinn sinn, finna óuppfylltar þarfir og í framhaldinu móta lausnir sem kynntar eru markhópnum á markvissan hátt.   
 
Þessi fyrirtæki hafa skýra aðgreiningu á markaðnum og markaðshneigð starfsemi hefur hjálpað þeim að skapa einstaka upplifun.  Reyndin er að mikilvægi þess að fyrirtæki í öllum geirum aðgreini sig eykst stöðugt með aukinni samkeppni og vöruframboði á markaðnum. Þetta á ekki einungis við um fyrirtæki í ferðaþjónustu sem reiða sig á sögur frá ánægðum gestum á TripAdvisor heldur þurfa öll fyrirtæki að reiða sig á gott umtal og meðmæli ánægðara viðskiptavina.   
 
Netið  hefur nú áhrif á allar hliðar markaðsstarfs.  Þekking á áhrifum og tækifærum netsins á öllum stigum faglegs markaðsstarfs ræður því oft úrslitum um það hvort árangur náist. 
 
Námskeiðið “Stjórnun markaðsstarfs” hjálpar þátttakendum að fara í gegnum mikilvæg skref svo markaðsstarf fyrirtækisins verði árangursríkt.  Frá markaðsstefnu til markaðsáætlunar er farið yfir flest þau skref og verkefni sem markaðsstjórar standa andspænis í sínum störfum.  
 
Markmiðið er að allir þátttakendur öðlist hagnýta þekkingu og færni sem þeir geta nýtt þá þegar í starfi.
 
Guðmundur Arnar, 2017
 
Starfsmenn frá eftirfarandi fyrirtækjum eru á meðal þeirra sem hafa sótt námskeiðið: 
 
Applicon, Arion banki, ArtWerk Ehf, Auðmerkt ehf, Bombay Bazaar ehf, Cu2 ehf, Dressmann, Ferðaþjónusta bænda hf, Fjarðarkaup, Foss distillery, GlaxoSmithKline ehf, Glófi ehf, Gs veitingar ehf, GSG ehf, Guðmundur Tyrfingsson,Happdrætti Háskóla Íslands, Harpa ráðstefnuhús, Heimsferðir, Höldur ehf, Hornsteinn rekstrarfélag ehf, Hótel Framnes, Hreyfing, Icepharma, Íslenska auglýsingastofan. Íslenska gámafélagið, Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Ístex hf, J.G.R Heildverslun, Jöklaveröld ehf, Kortaþjónustan hf, KTM Ísland, Leikfélag Reykjavíkur, Mannvit hf, Marinox ehf, Mýrin design, NASDAQ OMX Iceland, Norðurflug ehf, Portfarma, Rauði krossinn, Rekstrarvörur ehf, Reykjavik Excursions, RÚV, SB Asfjall slf, Securitas hf, Sjóvá, Sláturfélag Suðurlands svf, Slikkerí ehf, Spark design, Umslag ehf, Zo-on og Þekking hf.

GREIÐSLUSKILMÁLAR

Kennarar

Guðmundur Arnar Guðmundsson
er markaðsstjóri og kennir markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Hann var stjórnarformaður ÍMARK og er annar höfundur bókarinnar Markaðssetning á netinu. Guðmundur er hagfræðingur að mennt, er með MBA í markaðsfræðum og hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og uppbyggingu vörumerkja. Áður hefur Guðmundur starfað sem markaðsstjóri Nova og WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi.

Allar nánari upplýsingar gefur Klara Baldursdóttir: klara@upplifun.is

Samstarfsaðilar: